• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
11
Apr

Greiðslur úr sjúkrasjóði félagsins námu tæpum 20 milljónum á síðasta ári

Greiðslur úr sjúkrasjóði félagsins hafa aukist um 8% á milli ára og er það fyrst og fremst vegna þess að fleiri styrkir eru nú í boði til handa félagsmönnum heldur en mörg undanfarin ár.  Einnig er ein skýring sú að töluverð breyting varð á greiðslu sjúkradagpeninga  til félagsmanna eftir að greiðsluskyldu atvinnurekanda líkur.  Nú eru sjúkradagpeningar félagsmanna 80% af þeirra launum en þó að hámarki 250.000 og miðast það við laun síðustu sex mánaða fyrir veikindi. 

Sjúkrasjóður félagsins greiddi tæpar 20 milljónir í styrki og bætur á síðasta ári til félagsmanna.  Á næsta aðalfundi mun liggja fyrir breyting á reglugerð sjúkrasjóðsins sem mun tryggja félagsmönnum að minnsta kosti þrjá nýja styrki.  Þessi tillaga að reglugerðarbreytingu er lögð fram vegna góðrar afkomu sjóðsins og er einnig einn liður í því bæta þjónustuna við félagsmenn enn frekar.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image