• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
12
Apr

Verkalýðsfélag Akraness greiddi tæplega 2,5 milljónir í starfsmenntastyrki á síðastliðnu ári

Verkalýðsfélag Akraness er aðili að starfsmenntasjóðum Landsmenntar, Ríkismenntar, Sveitamenntar og Sjómenntar og í þessum sjóðum eiga félagsmenn umtalsverðan rétt til endurgreiðslu á hluta kostnaðar vegna hinna ýmsu starfstengdu námskeiða sem og frístundarnámskeiða. Á síðastliðnu ári greiddi Verkalýðsélag Akraness tæplega 2,5 milljónir í starfsmenntastyrki úr áðurnefndum sjóðum. 

Hjá Landsmennt og Sjómennt eiga fullgildir félagsmenn rétt á endurgreiðslu sem nemur 75% af starfstengdum námskeiðskostnaði, þó að hámarki 50.000 á ári.  Vegna aukinna ökuréttinda eiga fullgildir félagsmenn rétt á endurgreiðslu sem nemur 81.000.  Frístundastyrkur er að hámarki 15.000. 

Hjá Sveitamennt og Ríkismennt eiga fullgildir félagsmenn rétt á endurgreiðslu sem nemur 75% af starfstengdum námskeiðskostnaði, þó að hámarki 60.000 á ári.  Vegna aukinna ökuréttinda eiga fullgildir félagsmenn rétt á endurgreiðslu sem nemur 81.000.  Frístundastyrkur er að hámarki 18.000. 

Félagsmenn eru hvattir til að nýta sér þessa þjónustu starfsmenntasjóðana eins og kostur er.  Félagið hvetur einnig félagsmenn hafa samband við skrifstofu félagsins vilji þeir frá nánari upplýsingar hvaða námskeið það eru sem félagið styrkir, en þau eru æði mörg.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image