• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
12
Apr

Michael Tanchuk lætur af störfum sem forstjóri Norðuráls

Michael Tanchuk forstjóri hefur tilkynnt að hann sé að hætta sem forstjóri Norðuráls.

Samkvæmt fréttatilkynningu, sem meðal annars er birt á Business Wire í dag, hefur Tanchuk verið ráðinn forstjóri bandaríska álsfyrirtækisins Ormet Corp.

Formaður Verkalýðsfélags Akraness telur þónokkra eftirsjá vera af forstjóra Norðuráls. Ástæða þess er til að mynda sú að forstjórinn lagði mikla áherslu að vera í góðu sambandi við stéttarfélögin og hefur til að mynda komið í heimsókn á skrifstofu félagsins til að fá upplýsingar um hin ýmsu hagsmunamál er lúta að starfsmönnum Norðuráls.

Formaður félagsins hafði sterklega á tilfinningunni að Michael Tanchuk forstjóri Norðuráls hefði mikinn vilja til að lagfæra það sem starfsmenn og stéttarfélögin hafa verið ósátt með.

Formaður hefur átt þónokkra fundi með forstjórnum frá því hann tók við fyrirtækinu og hafa áherslur hans t.d. í öryggismálum starfsmanna lofað nokkuð góðu. 

Verkalýðsfélag Akraness óskar  Michael Tanchuk velfarnaðar í nýju starfi.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image