• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
16
Apr

Skráningu vegna erlendra starfsmanna til Vinnumálastofnunar ábótavant

Formaður félagsins fór fyrir helgi í reglubundið eftirlit í fyrirtæki sem er að hefja byggingarframkvæmdir hér á Akranesi.  Viðkomandi fyrirtæki er með erlenda starfsmenn í sinni þjónustu.

Ástæðan fyrir þessu eftirliti er að kanna hvort launakjör og annar aðbúnaður samræmist ekki þeim lögum og reglum sem gilda á íslenskum vinnumarkaði.

Í þessari úttekt kom í ljós að undirverktaki sem er með erlenda starfsmenn frá Lettlandi hafði ekki tilkynnt sína starfsmenn til Vinnumálastofnunar eins og lögin kveða á um. 

Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálstofnun hefur undirverktakinn hvorki skráð Lettana né skilað inn ráðningarsamningum til Vinnumálstofnunar eins og lögin kveða skýrt á um.  Hluti af Lettunum hefur þó starfað hér á landi frá seinni hluta árs 2005. 

Þar sem ekki liggur fyrir ráðningarsamningur hjá Vinnumálastofnun fyrir Lettana hefur félagið ákveðið að kalla eftir launaseðlum frá umræddum verktaka til að ganga úr skugga um að verið sé að fara eftir gildandi kjarasamningum.

Þetta dæmi sýnir svo ekki verður um villst hversu gríðarlega mikilvægt það er að stéttarfélögin sinni skyldu sinni og fylgist með að skráningum til Vinnumálastofnunar sé framfylgt eins og kveðið er á um lögum.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image