• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Glæsileg afkoma félagsins skilar sér til félagsmanna Málfríður, starfsmaður Fangs, Auður skrifstofufulltrúi og Vilhjálmur
18
Apr

Glæsileg afkoma félagsins skilar sér til félagsmanna

Í gærkvöldi funduðu endurskoðendur félagsins með stjórnum félagsins og kynntu þeim ársreikning fyrir árið 2006.  Það er óhætt að segja að afkoma félagsins er glæsileg en heildarhagnaður samstæðunar var 54.658.894. 

Í ljósi þessarar góðu afkomu hefur stjórn sjúkrasjóðs ákveðið að leggja fram breytingar á reglugerð sjúkasjóðs á næsta aðalfundi sem haldinn verður 28. apríl kl 13.00.  Það er og verður stefna félagsins að félagsmenn njóti ávinnings af góðri afkomu félagsins.  Í áðurnefndri reglugerðarbreytingu er lagt til að fimm nýir styrkir verði teknir upp hjá sjúkrasjóðnum og hefur styrkjum fjölgað um hvorki fleiri né færri en sjö frá því ný stjórn tók við 19. nóvember 2003.

Rétt er að minna félagsmenn enn og aftur á að þegar ný stjórn tók við árið 2003 þá var félagssjóður til að mynda rekinn á tveggja og hálfrar milljóna króna yfirdrætti og með tapi upp á 1,7 milljónir.  En óstjórn og óráðsía höfðu einkum einkennt rekstur félagsins áður en ný stjórn tók við 2003.

Frá því ný stjórn tók við 19. nóvember 2003 hefur orðið alger viðsnúningur bæði hvað varðar félagslega þáttinn sem og almennan rekstur og staðfestist það í könnun sem Capacent Gallup gerði á viðhorfi félagsmanna til starfsemi félagsins. Í henni kom fram að 86% aðspurðra félagsmanna eru ánægðir með starfsemi félagsins og er það næst besti árangurinn af öllum 26 stéttarfélögunum innan Starfsgreinasambands Íslands.  

Ársreikningar liggja nú frammi á skrifstofu félagsins.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image