• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Skúli Þórðarson fyrrverandi formaður Verkalýðsfélags Akraness lést í gær Skúli Þórðarson í heimsókn á skrifstofu félagsins
23
Apr

Skúli Þórðarson fyrrverandi formaður Verkalýðsfélags Akraness lést í gær

Skúli Þórðarson fyrrverandi formaður Verkalýðfélags Akraness og heiðursfélagi lést í gær 77 ára að aldri.  Skúli gegndi formennsku í Verkalýðsfélagi Akraness á árunum 1966 til 1981.

Það er alveg ljóst að félagið eignaðist sterkan forystumann þegar Skúli tók við formennsku í félaginu 1966 og skilaði hann því starfi með miklum sóma.  Við sem nú stjórnum VLFA verðum að halda hátt á lofti því fórnfúsa og óeigingjarna starfi sem frumkvöðlarnir lögðu grunninn að.

Það var afar ánægjulegt að sjá að Skúli hafði mjög mikinn áhuga á starfsemi félagsins þó svo hann væri hættur öllum trúnaðarstörfum fyrir félagið og sem dæmi þá kom hann margoft á skrifstofu félagsins til að taka púlsinn á starfsemi félagsins.  Það sýndi okkur hversu háan sess Verkalýðsfélag Akraness skipaði í lífi hans.

Í lok ávarps sem Skúli Þórðarson ritaði vegna 70 ára afmælisblaðs félagsins sagði hann orðrétt:

"Megi Verkalýðsfélag Akraness ávallt njóta þess, að þeir er til forustu veljast, beri gæfu til að halda uppi merki frumherjanna og halda áfram að auka hlutdeild hins vinnandi manns í afrakstri þess, er þeir framleiða og vinna að.  Ef þetta tekst mun starf þess blómgast."

Stjórn félagsins hefur og mun hafa þessa ráðleggingu frá Skúla Þórðarsyni að leiðarljósi í sínum störfum í náinni framtíð, félagsmönnum Verklýðsfélags Akraness til heilla.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image