• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Vinnstaðafundur með starfsmönnum lifrabræðslunnar Bæta þarf kjör fiskvinnslufólks til mikila muna
25
Apr

Vinnstaðafundur með starfsmönnum lifrabræðslunnar

Formaður félagsins fór á vinnustaðafund í gær hjá lifrabræðslu Jóns Þorsteinssonar ehf.  Á fundinum var farið yfir hin ýmsu mál er lúta að réttindum starfsmanna.  Helsta málið laut þó að sumarorlofi starfsmanna en til stendur að loka fyrirtækinu í nokkar vikur í sumar og munu starfsmenn taka sitt sumarorlof á meðan á sumarlokuninni stendur.

Einnig var rætt um komandi kjarasamninga og þær hugmyndir sem uppi eru um að færa kaupaukagreiðslur inní grunnlaunin.  Almennt voru starfsmenn nokkuð sáttir við þær hugmyndir og töldu þær verða til bóta fyrir fiskvinnslufólk.

Það fór samt ekki milli mála að starfsmenn telja að nú sé komið að lagfæringu á launakjörum hjá fiskvinnslufólki og það strax þegar kjarasamningar verða lausir um næstu áramót.  Formaður er algerlega sammála því að nú verður að bæta kjör fiskvinnslufólks til mikilla muna og aðalmálið fyrir bættum hag fiskvinnslufólks er að hækka launataxta fiskvinnslufólks umtalsvert enda eru þeir skammarlega lágir, og í raun eru þessir launataxtar til vansa fyrir okkur í verkalýðshreyfingunni.  

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image