• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Orlofshús - Sumar 2007 Bústaður félagsins í Ölfusborgum
07
Mar

Orlofshús - Sumar 2007

Þessa dagana stendur undirbúningur fyrir sumarorlofstímann sem hæst á skrifstofu félagsins og ættu félagsmenn að fá umsóknareyðublað og bækling um sumarleiguna inn um lúgu sína í kringum 20. mars. 

  Í sumar verður sem fyrr boðið upp á dvöl í orlofshúsum félagsins í Húsafelli, Svínadal, Hraunborgum, Ölfusborgum og í þremur íbúðum á Akureyri. Einnig er félagið með í leigu íbúð í Stykkishólmi (nánari upplýsingar hér), bústað að Eiðum (nánari upplýsingar hér) og nýr möguleiki í sumar er bústaðurinn Bláfell í Koðrabúðum á landi Heiðar í Biskupstungum (nánari upplýsingar hér).

Helstu dagssetningar:

13. apríl - Frestur til að skila inn umsóknum um orlofshús í sumar

20. apríl - Fyrri úthlutun fer fram, þeir sem fá úthlutað fá það staðfest með bréfi

02. maí  - Eindagi fyrri úthlutunar, þeim vikum sem ekki eru greiddar á eindaga er úthlutað aftur

10. maí  - Endurúthlutun fer fram, þeir sem fá úthlutað fá það staðfest með bréfi

16. maí  - Eindagi endurúthlutunar

18. maí  - Fyrstur kemur, fyrstur fær! Lausum vikum er úthlutað til þeirra sem fyrstir koma

  Úthlutun fer þannig fram að allar umsóknir eru skráðar inn í tölvukerfi félagsins. Kerfið raðar öllum umsóknum í röð eftir punktastöðu, þ.e. þeir umsækjendur sem flesta hafa punktana eru fremstir í röðinni og svo koll af kolli. Ef punktar tveggja eru jafnir fær sá úthlutað sem fyrr sótti um. Kerfið vinnur sig síðan í gegnum umsóknirnar og úthlutar vikum eftir punktastöðu.

  Þeir sem ekki fá úthlutað í fyrri úthlutun lenda sjálfkrafa í endurúthlutun þar sem þeim vikum er úthlutað sem ekki voru greiddar á eindaga fyrri úthlutunar. Eftir eindaga endurúthlutunar verða lausar vikur auglýstar hér á heimasíðunni og hægt verður að sækja um þær á skrifstofu félagsins. Gildir þá hin ágæta regla: Fyrstur kemur, fyrstur fær.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image