• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Formaður fór í vinnustaðaheimsókn til starfsmanna síldarbræðslunnar Eðvarð Árnason vaktstjóri í síldarbræðslunni
13
Mar

Formaður fór í vinnustaðaheimsókn til starfsmanna síldarbræðslunnar

Formaður félagsins fór í vinnustaðaheimsókn í síldar- og fiskimjölsverksmiðjuna í gær. 

Það kom fram hjá starfsmönnum að búið væri að landa um 26 þúsund tonnum að uppsjávarafla það sem af er þessu ári og er það umtalsvert meira heldur á sama tíma í fyrra.  Mikil törn hefur verið á starfsmönnum verksmiðjunnar að undanförnu og nægir að nefna í því samhengi að starfsmenn hafa staðið 62 vaktir og það nánast í einni lotu.

Í janúar gekk félagið frá nýjum sérkjarasamningi fyrir starfsmenn síldarbræðslunnar sem tryggir starfsmönnum mun betri kjör heldur en sjá eldri.  Það sem gert var í nýja samningum var að hinar ýmsu kaupaukagreiðslur voru færðir inní grunnlaun sem tryggir starfmönnum mun betri kjör þegar ekki eru staðnar vaktir.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image