• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Formaður fór í vinnustaðaheimsókn til HB Granda Starfsmenn HB Granda
30
Mar

Formaður fór í vinnustaðaheimsókn til HB Granda

Formaður félagsins fór á vinnustaðafund hjá HB-Granda.  Stjórn félagsins leggur mikla áherslu á að vera í eins góðu sambandi við sína félagsmenn og mögulegt er og var þessi heimsókn einn liður í því.  Formaður átti gott spjall við starfsmenn og trúnaðarmenn vinnustaðarins. 

Forsvarsmenn HB Granda hafa í hyggju að breyta fyrirkomulagi á greiðslu orlofslaunua starfsmanna og eru ekki allir starfsmenn á eitt sáttir við þá breytingu.  Formaður fór yfir þetta mál með starfsmönnum og vinnur nú að lausn á því máli í fullri sátt við starfsmenn og einnig í mjög góðu samráði við starfsmannastjóra HB Granda. 

Allt bendir til þess að farsæl lausn náist í þessu máli enda fullur vilji hjá forsvarsmönnum HB Granda að leysa málið í góðu samráði við trúnaðarmenn og Verkalýðsfélagið.  Formaður hefur lagt fram tillögur til lausnar á málinu og eru eins áður sagði yfirgnæfandi líkur á málinu verði landað báðum aðilum til góðs.

Eins og áður sagði leggur félagið mikla áherslu á að vera í góðu sambandi við sína félagsmenn og hefur formaður þá reglu að heimsækja sem flest af stóru fyrirtækjunum í það minnsta einu sinni í mánuði.  Formaður félagsins hvetur starfsmenn fyrirtækja til að hafa samband við skrifstofu félagsins, óski þeir eftir að formaður komi í vinnustaðaheimsókn.   

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image