• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
08
Feb

Skipverjar fá ekki laun og eru nánast matarlausir

Formaður félagsins fór og kynnti sér ástandið um borð í flutningaskipinu sem er að losa súrál fyrir Norðurál í Grundartangahöfn, en skipverjarnir sjálfir stöðvuðu uppskipun úr skipinu nú í hádeginu.  Grundartangasvæðið þ.m.t, höfnin tilheyrir félagssvæði Verkalýðsfélags Akraness.

Eftirlitsmenn á vegum Alþjóðaflutningasambandsins (IFT) hafa einnig verið á svæðinu til að gæta hagsmuna þeirra sem eru í áhöfn skipsins.

Skipið siglir undir fána Panama en er í eigu grísks útgerðarmanns og telur áhöfnin 17 Úkraínumenn og Georgíumenn. 

Samkvæmt upplýsingum sem formaður félagsins fékk þá hafa skipverjarnir ekki fengið laun síðan í september og því til viðbótar er matur um borð í skipinu af afar skornum skammti.  Einnig fékk formaður félagsins þær upplýsingar að skipverjar séu verulega uggandi um sinn hag.

Útgerðarmaður skipsins er á leið hingað til lands frá Grikklandi vegna málsins. Vonandi leysist þessi deila sem allra fyrst.

Hins vegar er það með öllu óþolandi og ólíðandi ef rétt reynist að skipverjar hafi ekki fengið laun sín greidd frá því í september í fyrra, og ekki bætir úr skák að skipverjar séu nánast matarlausir. Það þarf að taka á þeim útgerðarmönnum sem haga sér með þessum hætti af fullri hörku, sama hvar næst til þeirra. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image