• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Stál í stál í deilu skipverja Castor Star við gríska útgerðamanninn Stór hluti félagsmanna VLFA kemur frá Grundartanga
09
Feb

Stál í stál í deilu skipverja Castor Star við gríska útgerðamanninn

Grískur útgerðarmaður flutningaskipsins Castor Star kom í morgun um borð í skipið í Grundartangahöfn ásamt lögmanni sínum. Áhöfnin hefur ekki fengið laun í um 5 mánuði og kostur um borð mun vera af skornum skammti.  Samkvæmt upplýsingum sem formaður félagsins hefur aflað sér í morgun um málið þá er stál í stál í þessari deilu og þessa stundina er útlitið ekki bjart hvað varðar lausn á deilunni.  Samkvæmt upplýsingum frá eftirlitsmanni Alþjóðaflutningasambandsins sem gætir hagsmuna skipverjanna þá er útlitið ekki gott.  Krafan er skýr frá skipverjum, það er að þeir fái laun sín greidd og það eftir samningum sem fari að reglum Alþjóðaflutningasambandsins.

Skipið kom með súrál til Grundartanga í fyrradag. Eftirlitsmaður Alþjóðaflutningasambandsins kannaði aðbúnað og formaður Verkalýðsfélags Akraness hefur kynnt sér málið eins vel og kostur er. Hefur formaðurinn lýst yfir vanþóknun sinni á meðferðinni á skipshöfn Castor Star. Skipverjar, sem eru frá Georgíu og Úkraínu, sögðust ekki hafa fengið laun greidd frá því í september og auk þess hefðu þeir ekki fengið almennilegan mat í þrjár vikur. Athugun mun hafa leitt í ljós að matur var af skornum skammti og illa farinn og því stöðvuðu skipverjarnir sjálfir uppskipun í hádeginu í gær að höfðu samráði við eftirlitsmann Alþjóðaflutningasambandsins.

 

Fulltrúi Siglingastofnunar kom síðan um borð í morgun til að kanna skipið og pappíra því tengdu.  Eins og áður sagði þá finnur formaður félagsins til með áhöfn skipsins og vonar að þessar aðgerðir skipverjanna beri tilætlaðan árangur.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image