• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
13
Feb

Búið að greiða vangreidd laun skipverjana á Castor Star

Samkomulag hefur náðst við gríska útgerðarmanninn sem á og rekur flutningaskipið Castor Star.  En eins og fram hefur komið fram hér á heimasíðunni þá hafði áhöfnin ekki fengið laun í um 5 mánuði og matarkostur um borð var af skornum skammti.  Samkvæmt upplýsingum sem formaður félagsins hefur aflað sér frá eftirlitsmanni Alþjóðaflutningasambandsins þá náðist samkomulag við gríska útgerðamanninn í gærkveldi. Samkomulagið gengur út á það að skipverjunum var greitt allt það sem þeir áttu inni hjá útgerðinni og kjör þeirra voru látin taka eftir samningum sem gilda hjá Alþjóðaflutningasambandinu, sem er 50% hærra heldur skipverjarnir höfðu samið um.

 Skipverjarnir, sem eru frá Georgíu og Úkraínu, hafa hins vegar tekið þá ákvörðun að hætta á umræddu skipi og er þessa stundina verið að koma hluta af áhöfninni út á flugvöll þar sem þeir munu halda til síns heima seinna í kvöld.  Uppskipun á súrálinu er nú þegar hafin úr Castor Star og er reiknað með að uppskipun taki einn til tvo daga.

Það er ánægjulegt að skipverjarnir skuli hafa náð öllum sínum kröfum fram.  Hins vegar er það dapurlegt að þeir skyldu ekki treysta sér til að vinna fyrir gríska útgerðamanninn lengur, en lái þeim hver sem vill.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image