• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Fundað um bónusmál Íslenska járnblendifélagsins Starfsmenn Ij á fundi á skrifstofu félagsins
15
Feb

Fundað um bónusmál Íslenska járnblendifélagsins

Formaður félagsins fundaði með trúnaðartengiliðum Íslenska járnblendifélagsins í dag.  Tilefni fundarins var að í febrúar ár hvert er hægt að fara fram á endurskoðun á bónuskerfi starfsmanna Íslenska járnblendifélagsins. Sú endurskoðun getur átt sér stað ef aðilar séu sammála um að bónuskerfið sé ekki að skila því sem til þess var vænst.

Það er alveg ljóst að það eru þættir í bónusnum sem eru ekki að skila því sem samningsaðilar voru sammála um að hann ætti að geta gefið af sér. 

Þegar samningar voru undirritaðir 2005 voru samningsaðilar sammála um að bónuskerfið ætti að geta gefið starfsmönnum Íj að meðaltali 5,6%, en því miður hefur raunin orðið önnur og í fyrra var meðaltal á bónusnum einungis 3,38%. 

Fundur verður með forsvarsmönnum Íslenska járnblendifélagsins fljótlega. Á þeim fundi mun Verkalýðsfélag Akraness mun leggja til breytingar á bónuskerfinu sem getur skilað bæði starfsmönnum og fyrirtækinu töluverðum ávinningi. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image