• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
16
Feb

Félagsmálanefnd Alþingis óskar eftir umsögn frá Verkalýðsfélagi Akraness

Félagsmálanefnd Alþingis hefur óskað eftir að Verkalýðsfélag Akraness gefi umsögn um frumvarp til laga um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands og starfskjör þeirra.

 Að sjálfsögðu verður VLFA við þessari ósk félagsmálanefndar og skilar umsögninni inn fyrir tilskilinn tíma sem er 20. febrúar 2007.

Formaður félagsins vinnur nú við að fara yfir frumvarpið og það er alveg ljóst að atriði í þessu frumvarpi eru til verulegra bóta fyrir erlenda starfsmenn sem hingað koma til starfa tímabundið. 

Samt eru nokkur atriði í frumvarpinu sem félagið mun klárlega gera athugasemdir við.

Aðalmálið er að það er ekki nóg að setja lög sem eiga tryggja réttindi erlendra starfmanna hér á landi ef stéttarfélögin hafa ekki þær heimildir sem til þarf til sinna sínu eftirliti.  Það er algjört grundavallaratriði að stéttarfélögin hafi lagaheimild til að kalla eftir gögnum hjá þeim fyrirtækjum sem hafa erlenda starfsmenn í sinni þjónustu.  Þannig er hægt að tryggja það sem best að farið sé eftir þeim leikreglum sem gilda á íslenskum vinnumarkaði og koma í veg fyrir hverskyns félagsleg undirboð.

Þessi gögn eru t.d. launaseðlar, ráðningarsamningar og tímaskriftir.  Þessi gögn verða stéttarfélögin að geta fengið án þess að fyrir liggi grunur um brot.

Reyndar er formanni félagsins það illskiljanlegt að Samtök atvinnulífsins leggist gegn því að stéttarfélögin hafi þessa heimild og einnig að Alþingi skuli ekki vilja nýta sér þá sérþekkingu sem stéttarfélögin hafa á þessum málum.  

Eins og áður sagði þá verður að gefa stéttarfélögunum víðtækari  heimildir til að fylgjast með þeim fyrirtækjum sem eru með erlent vinnuafl til að tryggja að ekki sé verið að misbjóða þessum erlendu gestum okkar og einnig til að gjaldfella ekki þau launakjör sem íslenskir launþegar hafa barist fyrir á liðnum árum og áratugum.

Umsögnin sem félagið mun senda félagsmálanefnd mun verða birt hér á heimasíðunni í heild sinni þegar hún liggur fyrir.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image