• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
17
Feb

Loðnufrysting byrjuð á Akranesi

Mikið líf er nú í kringum loðnuvinnsluna hér á Akranesi.  Töluverð loðna hefur komið til bræðslu í síldarbræðslunni og útlitið bara nokkuð gott.  Afurðaverð á fiskimjöli er að sögn þeirra sem til þekkja í sögulegu hámarki.

Formaður félagsins fór og hitti starfsmenn síldarbræðslunnar í gær og voru þeir að vonum nokkuð kappakátir með það að töluvert af loðnu er að berast til verksmiðjunnar hér á Akranesi til bræðslu.

Hrognataka hófst einnig hér á Akranesi í gær og fór formaður félagsins og tók púlsinn á þeim starfsmönnum sem voru að vinna við hrognatökuna í gær.

Að sögn starfsmanna er unnið á 8 tíma vöktum allan sólarhringinn og hafa um 40 manns atvinnu af hrognatökunni.  Það er alveg ljóst að hér getur verið um töluvert uppgrip fyrir starfsmenn á meðan á vertíðinni stendur.

Þau skip sem landað hafa hér á Akranesi á yfirstandandi loðnuvertíð eru eftirfarandi:

Faxi Re landaði 10. febrúar 1.131 tonni í bræðslu
Sunnubergið landaði 14. febrúar 1.309 tonnum til bræðslu
Víkingur Ak landaði 15. febrúar 1.348 tonnum til bræðslu
Sunnubergið landaði 16. febrúar 1.300 tonnum til hrognatöku
Faxi landaði 17. febrúar 1.100 tonnum til hrognatöku

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image