• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
20
Feb

Stéttarfélög verða að hafa víðtækar heimildir til að sinna eftirliti á félagslegum undirboðum

Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni þá óskaði félagsmálanefnd Alþingis eftir umsögn frá Verkalýðsfélagi Akraness.  Umsögnin lýtur að frumvarpi til laga um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands og starfskjör þeirra.

Formaður félagsins hefur legið yfir þessu frumvarpi og er í heildina nokkuð sáttur við þær breytingar sem fyrirhugað er að gera á umræddum lögum.

Hins vegar hefur formaður félagsins ítrekað bent á að það er ekki nóg að setja lög sem tryggja erlendu vinnuafli lágmarkslaun ef stéttarfélögin hafa ekki þær heimildir í lögunum sem þarf til að sinna sínu eftirliti.

Það er í raun óskiljanlegt ef Alþingi vill ekki nýta sér þá sérfræðiþekkingu sem liggur hjá stéttarfélögunum til að sinna eftirliti á íslenskum vinnumarkaði.  Til að koma í veg fyrir brot á réttindum á erlendu vinnuafli sem og hverskyns félagslegum undirboðum.  Hægt er að lesa umsögnina sem Verkalýðsfélag Akraness skilaði til félagsmálanefndar í gær með því að smella á umsögn

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image