• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
21
Feb

Endurmat á starfsmati í fullum gangi

Í gær var haldin kynningarfundur um endurmat á starfsmati með starfsmönnum Akraneskaupstaðar. Þessi fundur var liður í að kynna endurmat á starfsmati sveitarfélaga sem var gert 2004 og er nú í endurskoðun.

Nú eru um 7.000 einstaklingar um land allt að skoða þessi mál, fara yfir störf sín og meta hvort því finnist starfsmatið sem gert var 2004 í lagi. Þann 15. mars nk. rennur út frestur til að skila inn beiðnum til viðkomandi endurmatsteymis vilji viðkomandi aðilar láta meta starf sitt upp á nýtt.

Formaður Verkalýðfélags Akraness hvetur starfsmenn bæjarins til að kynna sér vel hvernig endurmatið fer fram.  Því nú er tækifæri fyrir þá starfsmenn sem telja sig hafa fengið rangt starfsmat 2002 að fá það leiðrétt. 

Á fundinum í gær sagði formaður félagsins að stéttarfélögunum beri skylda til að aðstoða starfsmenn við endurmatið.  Einvörðungu vegna þess að fyrir venjulegan starfsmenn er endurmatið þó nokkuð flókið.  Einnig kom fram hjá formanni félagsins á fundinum í gær að þó svo að stór hluti starfsmanna sé í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar þá býðst Verkalýðsfélag Akraness til að aðstoða starfsmenn eins og kostur er.

Þó nokkur hópur starfsmanna bæjarins hefur komið að máli við formann félagsins að undanförnu og óskað eftir að fá að ganga í Verkalýðsfélag Akraness.  Er formaður að skoða hvernig best er hægt að verða við óskum starfsmannanna.  En eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni þá eru einstakir aðilar innan bæjarkerfisins að reyna að koma í veg fyrir að starfsmenn bæjarins geti gerst fullgildir félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness.  Málið er nú til skoðunar hjá lögmanni félagsins.

Hér er að finna allar upplýsingar um endurmat á starfsmati

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image