• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Stjórn Verkalýðsfélags Akraness heimsækir Norðurál Frá vinnustaðaheimsókn formanns félags í Norðuráli
22
Feb

Stjórn Verkalýðsfélags Akraness heimsækir Norðurál

Stjórn Verkalýðsfélags Akraness mun fara í heimsókn til Norðuráls á morgun.  Tilgangur heimsóknarinnar er að skoða verksmiðjuna nú þegar stækkun á verksmiðjunni er á lokastigi.  

Þessi heimsókn stjórnar félagsins er einn liður í því að vera í nánu sambandi við sína félagsmenn og kynna fyrir starfsmönnum hvaða þjónustu félagið býður sínum félagsmönnum upp á.  Hjá Norðuráli starfa nú um 420 manns og hefur fjölgað gríðarlega að undanförnu.  Af þessum 420 starfsmönnum eru 300 félagsmenn Verkalýðsfélags Akraness eða sem nemur rúmum 71% af öllum starfsmönnum Norðuráls.

Langflestir félagsmenn VLFA starfa hjá Norðuráli en lengi vel trónaði HB-Grandi á þeim toppi en starfsmönnum hefur fækkað hjá HB Granda töluvert vegna samdráttar á liðnum misserum.

Það er alveg ljóst að Norðurál hefur haft gríðarlega jákvæð áhrif á samfélagið hér á Akranesi hvað varðar atvinnuöryggi.  Hins vegar er eitt sem Verkalýðfélag Akraness er ekki sátt við sem tengist Norðuráli og það er að laun í sambærilegum verksmiðjum hér á landi er hærri heldur en hjá Norðuráli.  Þetta er atriði sem félagið á afar erfitt með að sætta sig við.   Vissulega náðist að minka þennan mun á milli verksmiðja í síðustu samningum en alls ekki að fullu.  Það verður að vera skýlaus krafa á næstu misserum að laun starfsmanna Norðuráls verði með sama hætti og sambærilegar verksmiðjur greiða sínum starfsmönnum.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image