• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Góð heimsókn stjórnar félagsins í Norðurál Trausti Gylfason öryggisfulltrúi Norðuráls
23
Feb

Góð heimsókn stjórnar félagsins í Norðurál

Stjórn félagsins heimsótti Norðurál í dag og er óhætt að segja að forsvarsmenn Norðuráls hafi tekið vel á móti stjórn félagsins.  Það voru þau Óskar Jónsson framkvæmdastjóri tæknisviðs, Trausti Gylfason öryggisfulltrúi og Rakel Heiðmarsdóttir starfsmannastjóri sem tóku á móti stjórn félagsins.

Óskar Jónsson byrjaði að því að fara yfir hina ýmsu þætti sem tengjast framleiðslunni og ekki síst þá sem lúta að mengunarþáttum verksmiðjunnar.  Fram kom hjá Óskari að mengunarstuðlar eru vel innan þeirra marka sem starfsleyfi verksmiðjunnar byggir á. 

Rakel starfsmannastjóri gerði stuttlega grein fyrir því er lýtur að starfsmannamálum fyrirtækisins og þeirri miklu fjölgun sem orðið hefur á starfsmönnum frá því hún hóf störf,  fyrir rúmu ári voru rúmlega 200 starfsmenn en í dag eru þeir komnir yfir 400.

Formaður félagsins sagði að Norðurál hefði gríðarlega jákvæða þýðingu fyrir Verkalýðsfélag Akraness og allt samfélagið á Akranesi og nærsveitir.  Hins vegar sagði formaðurinn einnig að það væri hlutverk félagsins að gæta að velferð og hagsmunum okkar félagsmanna og væri hvergi hvikað í þeirri baráttu.  Formaður félagsins sagði einnig í þessari heimsókn að hann ætti afar erfitt með að sætta sig við þann launamun sem er á milli sambærilegra verksmiðja og það væri eitthvað sem yrði að laga og það sem allra fyrst. 

Að lokum fóru Óskar Jónsson framkvæmdastjóri tæknisviðs og Trausti Gylfason með stjórn félagsins í skoðunarferð um verksmiðjuna og voru stjórnarmenn VLFA mun fróðari um álrekstur eftir þessa skoðunarferð.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image