• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
26
Feb

Meirihluti bæjarráðs sammála formanni félagsins hvað varðar samanburð á kjarasamningum

Eins og margoft hefur komið fram hér á heimasíðunni þá sameinuðust Starfsmannafélag Akraneskaupstaðar (STAK) og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar um áramótin. Mikil krafa hefur verið frá einstaka aðilum í bæjarstjórn og fyrrverandi stjórn STAK um að launakjör starfsmanna bæjarins skuli strax taka eftir kjarasamningi Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar.

  Formaður félagsins hefur ítrekað bent á að ef kjarasamningur Reykjavíkurborgar myndi gilda strax þá hefði það í för með sér lækkun á nokkrum störfum og nægir þar að nefna ræstingu og störf í þvottahúsi og myndu þessi störf lækka sem nemur rétt um 10.000 kr. á mánuði. Störf í býtibúri myndu lækka um 8.000 kr.  og verkamenn í bæjarvinnu myndu lækka um rúmar 5.000 kr. Einnig hefur formaður félagsins bent á að störf hjá stjórnendum, millistjórnendum og forstöðumönnum myndu hækka um tugi þúsunda á mánuði.

 Einstaka aðilar í minnihluta bæjarstjórnar hafa haldið því fram að samanburður sem formaður VLFA hefur gert sé ekki á rökum reistur, og því hefur verið haldið fram án þess að skýra það nánar.

Núna hefur hins vegar meirihluti bæjarstjórnar sent frá sér eftirfarandi bókun og er sú bókun í algjöru samræmi við það sem formaður félagsins hefur ætíð haldið fram, það er að lægstu störfin standa í stað eða lækka á meðan tekjuhæstu störfin hækka um tugi þúsunda. Hluti áðurnefndrar bókunar hljóðar svo:

Nú liggja hins vegar fyrir upplýsingar sem sýna áhrif sameiningar þessara tveggja stéttarfélaga á laun starfsmanna Akraneskaupstaðar verði sú að hæst launuðu starfsmenn kaupstaðarins hækka um rúmlega þrjátíu þúsund meðan lægst launuðu starfsmenn kaupstaðarins standa í stað eða jafnvel lækka í launum. Núverandi meirihluti er ekki tilbúinn að stuðla að auknum launamun."

  Það er gríðarlegur ábyrgðarhluti hjá þeim sem krefjast þess að laun taki strax eftir kjarasamningi Reykjavíkurborgar þegar þessar bláköldu staðreyndir liggja fyrir. Það getur ekki verið vilji minnihluta bæjarstjórnar að störf sem hafa hvað lægstu tekjurnar lækki enn frekar á meðan tekjuhæstu störfin fá umtalsverða hækkun. Eitt er víst að þetta samræmist ekki jafnaðarstefnu í launamálum. 

 Hægt er að skoða bókun bæjarráðs hér

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image