• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
28
Feb

Formaður Verkalýðsfélags Akraness hefur sent formönnum stjórnmálaflokkanna bréf

Formaður félagsins hefur sent öllum formönnum stjórnmálaflokkanna bréf þar sem er óskað er eftir því að formennirnir beiti sér innan síns þingflokks fyrir því að þeir forvarnarstyrkir sem stéttarfélögin veita sínum félagsmönnum verði undanþegnir skatti.

Hér er afar brýnt mál á ferðinni þar sem forvarnarstyrkir stéttarfélaganna geta skipt gríðarlega miklu máli fyrir félagsmenn okkar.  Það er vitað að forvarnarstyrkir stéttarfélaganna hafa hjálpað okkar félagsmönnum til að sækja þá þjónustu sem boðið er upp á í heilbrigðiskerfinu varðandi forvarnir t.d krabbameinsskoðanir og áhættumat varðandi hjarta- og æðasjúkdóma.   

Það er einnig vitað að forvarnarstyrkir stéttarfélaganna hafa sparað ríkinu umtalsverðar upphæðir þar sem náðst hefur að greina alvarlega sjúkdóma á byrjunarstigi s.s krabbamein og hjarta- og kransæðarsjúkdóma.

Það er mat formanns félagsins að það sé með öllu óeðlilegt að forvarnarstyrkir stéttarfélaganna skulu vera skattskyldir eins og raunin er.  Sérstaklega í ljósi þess að forvarnarstyrkir stéttarfélaganna gerir þeim sem eru með lægstu tekjurnar auðveldar með að sækja þá þjónustu er lýtur að forvörnum.  

Einnig má ekki gleyma því að forvarnarstyrkir stéttarfélaganna stuðla að bættri heilsu okkar félagsmanna, öllu samfélaginu til heilla. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image