• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Líf að færast aftur í fiskimjölsverksmiðju HB Granda á Akranesi Fiskimjölsverksmiðjan á Akranesi
03
Jan

Líf að færast aftur í fiskimjölsverksmiðju HB Granda á Akranesi

Í dag undirritaði Verkalýðsfélag Akraness sérkjarasamning við Samtök atvinnulífsins um kaup og kjör í fiskimjölsverksmiðju HB Granda hf. á Akranesi og gildir samningurinn til 31. desember 2007.

Í þessum samningi er verið að færa ýmsa þætti úr eldri sérkjarasamningi t.d óþrifaálag og hluta af vaktarálagi inní dagvinnulaunin og við það tryggir það starfsmönnum mun betri kjör þegar ekki eru vaktir í verksmiðjunni.

Forsvarsmenn HB Granda hafa í hyggju að bræða allavega tímabundið beinaúrgang hér á Akranesi en sú starfsemi hefur farið fram í Reykjavík undafarin ár .  Verkalýðsfélag Akraness fagnar þessum áformum forsvarsmanna HB Granda því við þessa tilfærslu mun einhver ný störf skapast.  Síðan er spurnig með komandi loðnuvertíð ef vertíðin verður sæmileg þá mun hún geta skapað allt að 12 ný störf í verksmiðjunni.  En að sjálfsögðu veltur það á komandi loðnuvetíð hvort sú von rætist eða ekki.  Þessa stundina er útlitið ekki gott hvað varðar komandi loðnuvertíð. 

Sáralítil starfsemi hefur verið í síldarverksmiðjunni undanfarin misseri vegna samdráttar í uppsjávarafla.  Ekki er langt síðan öllum starfsmönnum bræðslunnar var sagt upp störfum og því er það eins og áður sagði mikið fagnaðarefni að HB Grandi áformi að hefja bræðslu beina að nýju hér á Akranesi. 

Rétt er að geta þess að fiskimjölsverksmiðjan hér á Akranesi er talin ein sú fullkomnasta á landinu.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image