• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Starfsmenn Laugafisks fá kaupauka sem nemur 125.000 þúsundum Starfsmenn hjá Laugafiski
04
Jan

Starfsmenn Laugafisks fá kaupauka sem nemur 125.000 þúsundum

Starfsfólki Laugafisks, sem er í eigu Brims, var tilkynnt á fundi í gær að vegna góðrar afkomu fyrirtækisins (Brims) hefði stjórn þess ákveðið að veita hverjum og einum starfsmanni kaupauka að upphæð kr. 125.000 miðað við 100% starfshlutfall. Tæplega 30 manns vinna hjá fyrirtækinu og njóta þeir allir góðs af þessum góða kaupauka.  Allir núverandi starfsmenn Laugafisks fá fullan kaupauka að upphæð 125.000.

Aðspurð sagði Inga Jóna Friðgerisdóttir, framkvæmdastjóri Laugafisks að stjórn Brims hefði ákveðið að greiða þennan kaupauka vegna þess að afkoma og framlegð Brims hefði verið góð á síðasta ári og því hefði stjórn félagsins tekið þá ákvörðun að leyfa starfsfólkinu að njóta þess. Án góðra starfsmanna væri ekki hægt að ná slíkum árangri og að þetta væri góð leið til að sýna í verki að stjórn fyrirtækisins kynni vel að meta framlag starfsmanna sinna.

Formaður Verkalýðsfélags Akraness tekur ofan fyrir stjórn Brims fyrir að verðlauna starfsmenn með slíkum myndarskap og mættu önnur fyrirtæki taka þetta framlag stjórnar Brims sér til fyrirmyndar.  Í dag eru lágmarkslaun 125.000 á mánuði fyrir fulla dagvinnu, og er þessi kaupauki því ígildi eins mánaðar dagvinnulauna. 

Að lokum vill formaður Verkalýðsfélags að það komi fram að samstarf við forsvarsmenn Laugafisks hér á Akranesi hefur verið með eindæmum gott og álítur formaður að hér sé um að ræða eitt af þeim fyrirmyndarfyrirtækjum sem starfa á okkar félagssvæði.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image