• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
08
Jan

Launahækkanir sem tóku gildi 1. janúar 2007

Laun á almenna vinnumarkaðnum samkvæmt kjarasamningi SGS og SA hækka um 2,9%. 1. janúar 2007 og einnig laun þeirra sem starfa samkvæmt kjarasamningi SGS við ríkið, 2,9% .

Laun þeirra sem starfa samkvæmt kjarasamningi SGS og Launanefndar sveitarfélaga hækka hins vegar um 3% 1. janúar 2007.  Hjá Íslenska járnblendifélaginu, Fangi og Klafa hækka laun um 3,15%   Hjá Norðuráli hækka laun um 3,65%

 Framlag atvinnurekenda í lífeyrissjóði starfsmanna hækkar úr 7% í 8% um áramótin samkvæmt kjarasamningi SA og SGS.  Einnig hækkar framlag atvinnurekanda í starfsmenntasjóð úr 0,05% í 0,15%

Lágmarkslaun fyrir dagvinnu hækka í 125.000 krónur á mánuði 1. janúar 2007, samkvæmt kjarasamningi SGS og SA en þau voru 123.000  frá 1. júlí s.l.

Persónuafsláttur einstaklinga hækkar úr 29.029 krónum í 32.150 samkvæmt samkomulagi ASÍ við ríkisstjórnina 22. júní s.l.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image