• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Sjúkrasjóður Verkalýðsfélags Akraness styrkir kaup á sneiðmyndatæki Sneiðmyndatækið á Sjúkrahúsi Akraness
12
Jan

Sjúkrasjóður Verkalýðsfélags Akraness styrkir kaup á sneiðmyndatæki

Stjórn Sjúkrasjóðs Verkalýðsfélag Akraness ákvað á fundi í gær að styrkja myndalega kaup á sneiðmyndatæki fyrir Sjúkrahús og heilsugæslustöð Akraness. Styrkurinn nemur 1 milljón króna.

Að sögn Guðjóns Brjánssonar framkvæmdastjóra SHA er áætlað að taka sneiðmyndatækið í notkun seinni partinn í janúar og er áætlað að í það minnsta muni á milli 400 og 500 sjúklingar fara í rannsókn í umræddu sneiðmyndatæki ár hvert.  

Sjúkrahúsið á Akranesi hefur til þessa flutt sína sjúklinga til Reykjavíkur þegar sjúklingur hefur þurft að fara í rannsókn í sneiðmyndatæki.  Það mun brátt heyra sögunni til og það til mikillar hagræðingar fyrir sjúklinga hér á Akranesi sem og á öllu Vesturlandi.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image