• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
14
Mar

Íbúðarfélagið Bjarg ætlar að reisa 33 leiguíbúðir á Akranesi

Í dag klukkan 17:00 mun Bjarg íbúðarfélag undirrita viljayfirlýsingu við Akraneskaupstað um að reistar verði 33 íbúðir við Asparskóga 12-14-16 á Akranesi. Gert er ráð fyrir því að framkvæmdir hefjist síðsumars og að íbúðirnar verði afhentar á fyrsta ársfjórðungi 2019. 

Rétt er að geta þess að Bjarg íbúðafélag er húsnæðissjálfseignastofnun sem stofnuð var af verkalýðshreyfingunni og er Verkalýðsfélag Akraness því aðili að íbúðarfélaginu Bjargi. Rétt er líka að geta þess að Bjarg íbúðarfélag er rekið án hagnaðarmarkmiða og er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnumarkaði aðgengi að hagkvæmu, öruggu og vönduðu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu. Um er að ræða svokölluð leiguheimili að danskri fyrirmynd “Almene boliger”.

Verkalýðsfélag Akraness fagnar þessari viljayfirlýsingu innilega enda mun þessi leigukostur sem Bjarg býður upp á gefa tekjulágu fólki kost á aðgengi að hagkvæmu, öruggu og vönduðu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu.

Leiðarljós íbúðarfélags Bjargs eru:

– Öryggi
– Langtímalausn
– Hagkvæm leiga
– Vandaðar og vel hannaðar íbúðir
– Spennandi kostur fyrir fólk á leigumarkaði

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image