• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
17
Jan

Hvaða forsendur liggja að baki gjaldskrárhækkunum Akraneskaupstaðar?

Eins fram hefur komið á heimasíðu Skessuhorns að undanförnu þá eru hin ýmsu gjöld Akraneskaupstaðar að hækka umtalsvert.  Vitnar vefur Skessuhorns í úttekt sem verðlagseftirlit ASÍ gerði á breytingum á álagninga- og gjaldskrám hjá 15 fjölmennustu sveitarfélögum landsins.  Í þessari úttekt hjá ASÍ kemur fram að gjaldskrá Akraneskaupstaðar hækkar umtalsvert á þessu ári, t.d. hækka fasteignargjöld um 12.5%, holræsagjöld um 10% og sorphirðugjöld um 8%. 

Sjö sveitarfélög sáu sig knúin til að hækka fasteignargjöldin, en rétt er að nefna það að fjögur sveitarfélög lækkuðu hjá sér fasteignagjöldin.    

Einnig kemur fram að níu af 15 fjölmennustu sveitarfélögum landsins eru með lægri dagvistunargjöld en Akraneskaupstaður. 

Formaður Verkalýðsfélags Akraness harmar þessar gjaldskrár hækkanir hjá Akraneskaupstað sem og hjá öðrum sveitarfélögum sem hækkuðu gjaldskrár sínar.  Einfaldlega vegna þess að þessar hækkanir eru ekki til þess fallnar að hjálpa til við að ná niður þeirri verðbólgu sem verið hefur alltof há hér á landi að undanförnu.

Formanni félagsins þætti fróðlegt að vita á hvaða forsendum þessar gjaldskrárhækkanir eru byggðar hjá Akraneskaupstað og sér í lagi vegna þess mikla hagvaxtar sem orðið hefur hér á Akranesi í kjölfar þenslunnar á Grundartangasvæðinu. Það er til að mynda mun skiljanlegra að sveitarfélög sem orðið hafa fyrir töluverðri fólksfækkun og þar af leiðandi minnkandi tekjum á undanförnum árum vegna ýmissa ástæðna þurfi að hækka sínar gjaldskrár eins og t.d. sveitarfélög á borð við Ísafjörð, Vestmannaeyjar og Sauðárkrók.

Eins og áður hefur komið fram þá á formaður férlagsins mun erfiðra með að skilja gjaldskrárhækkanir þeirra sveitarfélaga sem notið hafa umtalsverðs hagvaxtar að undanförnu eins og Akraneskaupstaður. 

Það liggur fyrir að aldrei hafa fleiri búið á Akranesi eins og akkúrat núna og væntanlega hafa tekjur sveitafélagsins hækkað umtalsvert á liðnum árum í kjölfar fólksfjölgunar.  Það gengur ekki upp lengur að almennt verkafólk sé eitt og sér látið viðhalda stöðugleikanum hér á landi, það verða allir að taka þátt í því, líka sveitarfélögin.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image