• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Lagalegar heimildir verða að liggja fyrir varðandi lyfjaskimun á starfsmönnum Norðuráls Formaður félagsins í vinnustaðaheimsókn hjá Norðuráli
29
Jan

Lagalegar heimildir verða að liggja fyrir varðandi lyfjaskimun á starfsmönnum Norðuráls

Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni þá hafa þau stéttarfélög sem eiga aðild að kjarasamningi Norðuráls verið í viðræðum við forsvarsmenn Norðuráls um fíkniefnapróf á starfsmönnum fyrirtækisins.  Forsvarsmenn Norðuráls vilja framkvæma þessa lyfjaskimun í góðu samráði við stéttarfélögin. 

Stéttarfélögin fengu lögmann ASÍ til sjá um málið fyrir hönd stéttarfélaganna m.a. til að kanna hvort lyfjaskimun á starfsmönnum stangaðist nokkuð við lög sem gilda um slíka lyfjaskimun.  Lögmaður ASÍ hefur einnig  kynnt sér fyrirtækið Impro sem mun koma til með að sjá um umrædda lyfjaskimun.  Lögmaður ASÍ kynnti sér t.d. fyrirliggjandi verklagsreglur Impro um skimun eftir vímuefnum þ.m.t. varðveislu og meðhöndlun gangna.

Afstaða formanns félagsins liggur fyrir hvað varðar lyfjaskimun almennt.  Formaður telur það mjög eðlilegt að fyrirtæki leiti allra leiða til að tryggja öryggi sinna starfsmanna hvað best.  En það er samt algert grunvallaratriði ef fyrirtæki ætlar að hefja lyfjaskimun á sínum starfsmönnum að fyrir liggi lagalegar heimildir til slíkra prófana.  Þess vegna vill formaður félagsins að fyrir liggi skriflegt álit frá lögfræðideild ASÍ og einnig frá Persónuvernd um að Norðuráli sé almennt heimilt að framkvæma slík lyfjapróf, sama hvernig slík próf verða framkvæmd.

Stéttarfélögin munu væntanlega funda von bráðar með forsvarsmönnum Norðuráls aftur um lyfjaskimun á starfsmönnum Norðuráls.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image