• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
05
Dec

Góður fundur var haldinn í gærkveldi

Í gærkveldi var haldinn mjög góður fræðslufundur um réttindi og skyldur á íslenskum vinnumarkaði.  Það var Magnús M. Norðdahl deildarstjóri lögfræðideildar Alþýðusambands Íslands sem sjá um að þann þátt fundarins.

Fundarmönnum gafst góður tími til að spyrja lögfræðing ASÍ spurninga og nýttu fundarmenn sér það nokkuð vel.  Mikið var rætt um öryggismál á vinnustöðum.  Einnig voru málefni erlends vinnuafls mjög mikið rædd og fór ekki á milli mála að fundarmenn hræðast almennt þann mikla innflutning sem orðið hefur á ódýru erlendu vinnuafli hingað til lands að undanförnu.

Það er vitað að um 20 þúsund erlendir starfsmenn starfa hér á landi um þessar mundir.  Það er alveg ljóst að það verður erfitt fyrir íslenskt verkafólk að keppa við erlent ódýrt vinnuafl sem kemur frá Austur - Evrópu um störf þegar samdráttur verður á íslenskum vinnumarkaði.  Einfaldlega vegna þess að stór hluti erlends vinnuafls er settur á berstrípaða lágmarkstaxta og sættir sig við það.

Formaður félagsins ítrekaði þá skoðun sína á fundinum að eina leiðin til að bjarga þeim markaðslaunum sem nú er verið að greiða á íslenskum vinnumarkaði er að færa lágmarkastaxtana upp að markaðslaunum.  Til að það takist þurfa taxtarnir að hækka um allt að 50%.

Það kom einnig fram hjá formanni félagsins að til að það takist verður öll verkalýðshreyfingin að standa þétt saman í þeirri baráttu. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image