• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
08
Dec

Aftur í nám, 11 nemendur útskrifuðust í gær

Nú í haust hefur 13 manna hópur stundað nám á vegum Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands. Bar námið heitið "Aftur í nám".  Í gær fór fram útskrift hjá þeim nemendum sem höfðu klárað námið og voru það 11 nemendur, en tveir munu klára á næstu dögum.  Námsskráin var samin af Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.  Sú sem hafði veg og vanda af þessu verkefni heitir Erla Olgeirsdóttir.

Markmiðið með þessu námi er að styrkja fullorðna sem glíma við lestrar-og skriftarörðugleika, til að takast á við frekari nám og/eða geta mætt auknum kröfum í atvinnulífinu.

Þetta var í fyrsta sinn sem boðið er uppá slíkt nám hér á Vesturlandi.  Verkalýðsfélag Akraness tók þátt í því að styrkja þetta verkefni sem Símenntunarstöð Vesturlands stóð fyrir af miklum myndarskap.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image