• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
14
Dec

Laun pólskra verkamanna hækka um allt að 70%

Í dag átti formaður félagsins fund með pólskum verkamönnum sem starfa hér á Akranesi.  Tilefni fundarins laut að hinum ýmsu réttindamálum hjá pólsku starfsmönnunum og naut formaðurinn aðstoðar túlks frá Póllandi.

Þessir pólsku verkamenn eru leigðir til byggingarverktaka hér á Akranesi frá fyrirtæki í Kópavogi sem ekki hefur tilskilinn leyfi frá Vinnumálastofnun til að reka starfsmannaleigu hér á landi.  Formaður félagsins hefur verið í sambandi við Vinnumálastofnun vegna þessa máls. 

Ráðningarsamningar pólsku verkamannanna sýndu að þeir fá einungis greitt eftir lágmarkstöxtum.

Félagið hefur verið í góðu sambandi við byggingarverktakann sem leigði pólsku verkamennina frá fyrirtækinu sem hefur aðsetur í Kópavogi.  Byggingarverktakanum var ekki kunnugt um að fyrirtækið sem leigði honum pólsku verkamennina hefði ekki tilskilin leyfi frá Vinnumálastofnun.  Byggingarverktakinn sá ekki um launagreiðslu til pólsku starfsmannanna heldur greiddi beint til  fyrirtækisins sem sjá um að leigja þeim  pólsku verkamennina.

Byggingarverktakinn hefur boðið að ráða alla pólsku verkamennina í beint ráðningarsamband og hætta viðskiptum við fyrirtækið sem ekki hefur tilskilin leyfi til að starfrækja starfsmannaleigu hér á landi. Pólsku verkamennirnir hafa nú þegar þegið það boð. 

Við það hækka laun pólsku verkamannanna um allt að 70%, eða úr rúmum 730 kr. uppí 1.241 kr. á dagvinnutímann. Formaður félagsins hefur aðstoðað byggingarverktakann við að útbúa nýja ráðningarsamninga handa pólsku starfsmönnunum og eins og áður sagði er þeim þar með tryggð hækkun sem nemur allt að 70%.

Það er afar ánægjulegt þegar hægt að að verja þau markaðslaun sem eru í gildi á íslenskum vinnumarkaði eins og raunin varð í dag.  Því ef fyrirtæki nýta sér erlent vinnuafl til komast hjá því að greiða hefðbundin markaðslaun mun það klárlega hafa slæmar afleiðingar á launkjör íslenskra verkamanna þegar til lengri tíma er litið.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image