• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
16
Dec

Verkalýðsfélag Akraness kemur færandi hendi!

Í byrjun þessa árs gerði Verkalýðsfélag Akraness mjög góðan viðskiptasamning við Landsbankann á Akranesi.  Í einu ákvæði samningsins er kveðið á um að Landsbankinn greiði 500 þúsund krónur til Verkalýðsfélags Akraness ár hvert á samningstímanum.

Stjórn félagsins ákvað í samráði við Landsbankann að þessum fjármunum skuli varið til góðgerðamála.  Á stjórnarfundi sem haldinn var 14. desember sl. var ákveðið hvaða aðilar skyldu fá styrk úr þessum sjóði félagsins í ár.  Þeir sem fá styrk í ár eru eftirfarandi:

  • Styrktar- og líknarsjóður Akraneskirkju 100 þúsund krónur.  (Eyrnamerkt þeim sem minna mega sín fyrir þessi jól)
  • Björgunarfélag Akraness 100 þúsund krónur.
  • Fjöliðjan 100 þúsund krónur.
  • Fyrr í vetur var unglingadeild SÁÁ veittur 100 þúsund króna styrkur.
  • Einnig fengu önnur góðgerðafélög smærri styrki úr þessum sjóði.

Nánar verður fjallað um þessar styrkveitingar Verkalýðsfélags Akraness í félagsblaðinu sem kemur út á fimmtudaginn kemur.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image