• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Samkomulag undirritað við Fjöliðjuna Frá undirritun í morgun
19
Dec

Samkomulag undirritað við Fjöliðjuna

Í morgun undirrituðu Verkalýðsfélag Akraness og Stéttarfélag Vesturlands samkomulag við vinnu og hæfingarstaðinn Fjöliðjuna. Þar starfar fólk sem er fatlað og með skerta starfsorku. Með samkomulagi þessu er verið að staðfesta þau starfskjör sem starfsmenn Fjöliðjunnar hafa notið á undanförnum árum. Kjör þeirra miðast við kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka Atvinnulífsins.

Við undirritun samningsins lýsti formaður félagsins yfir mikilli ánægju með það góða starf sem unnið er af starfsmönnum Fjöliðjunnar og minnti starfsmenn á að þeir væru fullgildir félagsmenn Verkalýðsfélags Akraness. Hann hvatti þá eindregið til að nýta sér þá þjónustu sem félagið hefur upp á að bjóða. Þó nokkuð margir starfsmenn hafa t.a.m. nýtt sér orlofshús félagsins.

Í ljósi þeirra staðreynda að þarna er unnið gríðarlega gott starf fyrir fatlaða einstaklinga ákvað stjórn Verkalýðsfélags Akraness að styðja Fjöliðjuna um 100.000 krónur og tók Þorvarður Magnússon forstöðumaður Fjöliðjunnar við ávísun úr hendi formannsins. Upplýsti Þorvarður að þessar 100.000 krónur yrðu eyrnamerktar starfsmönnum og sagði hann að þegar vora tæki myndu starfsmenn Fjöliðjunnar nota þetta framlag til að gera sér glaðan dag. Einnig afhenti formaður félagsins öllum starfsmönnum spil merkt Verkalýðsfélagi Akraness. Að lokum sagði formaður að stjórn Verkalýðsfélags Akraness væri stolt af því að hafa starfsmenn Fjöliðjunnar innan félagsins enda væri þar um harðduglega félagsmenn að ræða.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image