• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
21
Dec

Öflugt verðlagseftirlit á Akranesi

Þann 1. mars nk. verða gerðar breytingar á opinberum álögum á matvöru þegar matarskatturinn svokallaði verður lækkaður úr 14% niður í 7%. Mikilvægt er að þessar aðgerðir stjórnvalda skili sér til heimila í landinu í formi lægra vöruverðs í verslunum.

Til að fylgjast með því að hvaða leyti þessi lækkun skilar sér í vasa neytenda hefur verðlagseftirlit ASÍ, í samráði við aðildarfélög sín, hrundið af stað viðamiklum verðmælingum um allt land. Þessar mælingar verða framkvæmdar reglulega fram á mitt næsta ár. Tilgangurinn er fyrst og fremst að fylgjast með þeim breytingum sem verða á vöruverði innan hverrar verslunar á næstu mánuðum en síður að bera saman verð á milli einstakra aðila.

Starfsmaður á vegum Verkalýðsfélags Akraness fór í síðustu viku í allar verslanir á Akranesi í þessum tilgangi og var vel tekið á öllum stöðum. Þegar gagnasöfnun er lokið verða niðurstöður mælinganna birtar á heimasíðu félagsins um leið og þær liggja fyrir.

Áætlað er að umrætt lækkun á virðisaukaskatti eigi að geta skilað neytendum um 6-7 milljörðum á ári. Því er afar mikilvægt að halda úti öflugu eftirliti þannig að umrædd virðisaukalækkun skili sér í vasa neytenda en ekki til verslunareigenda.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image