• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
28
Dec

Aðalfundur sjómannadeildar haldinn í gærkvöldi

Aðalfundur sjómannadeildar var haldinn í gærkvöldi. Meðal fundarefnis voru venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál. Kosið var í stjórn deildarinnar og eftirtaldir hlutu kosningu:

Jóhann Örn Matthíasson, ritari

Már Vilbergsson, vararitari

Elías Ólafsson, meðstjórnandi

Sveinbjörn Rögnvaldsson, varameðstjórnandi

Úr stjórn gekk Gísli Jón Bjarnason þar sem hann hefur hætt sjómennsku og vill Verkalýðsfélag Akraness þakka honum fyrir góð störf á liðnum árum. Á fundinum var einnig rætt um hin ýmsu réttindamál sjómanna og Jóhann Örn Matthíasson gerði grein fyrir helstu málum sem rædd voru á Sjómannaþingi sem haldið var í Reykjavík fyrr í vetur. Einnig gerði formaður félagsins fundarmönnum grein fyrir starfsemi félagsins á síðasta ári og kom fram í máli formanns að afkoma félagsins hefur verið afar góð og hefur félagið tekið algerum stakkaskiptum frá því ný stjórn tók við fyrir þremur árum.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image