• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Fundað verður um fíkniefnapróf Norðuráls næsta fimmtudag Formaður félagsins í vinnustaðaheimsókn hjá Norðuráli
29
Dec

Fundað verður um fíkniefnapróf Norðuráls næsta fimmtudag

Formaður félagsins hefur í dag verið að kynna sér hvort forsvarsmönnum Norðuráls sé yfir höfuð heimilt að taka fíkniefnapróf af öllum starfsmönnum fyrirtækisins eins og forsvarsmenn Norðuráls hafa í hyggju.  Formaðurinn hefur t.d. leitað eftir upplýsingum hjá Persónuvernd og lögmanni ASÍ um hvort fyrirtækinu sé heimilt að framkvæma slík lyfjapróf án þess að það liggi fyrir rökstuddur grunur um neyslu ólöglegra lyfja.

Lögmaður ASÍ dregur það í efa að fyrirtækinu sé stætt á að framkvæma slík lyfjapróf án þess að það liggi fyrir grunur um brot starfsmannanna á neyslu fíkniefna.

Einnig átti formaðurinn samtal við starfsmannastjóra Norðuráls þar sem þessar fyriráætlanir Norðuráls voru ræddar.  Ákveðið hefur verið að stéttarfélögin fundi með forsvarsmönnum Norðuráls um málið á næsta fimmtudag og mun lögmaður ASÍ sitja þann fund.

Forsvarsmenn Norðuráls kynntu þessar áætlanir um fíkniefnaprófið ekki fyrir Verkalýðsfélagi Akraness, en um 300 starfsmenn Norðuráls tilheyra Verkalýðsfélagi Akraness.  Á fundinum á næsta fimmtudag verður farið yfir málið í heild sinni.   Væntanlega munu stéttarfélögin sem eiga aðild að kjarasamningi Norðuráls óska eftir áliti frá Persónuverndum það hvort fyrirtækinu sé heimilt að framkvæma fíkniefnapróf á öllum starfsmönnum án þess að grunur um brot liggi fyrir. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image