• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
01
Nov

Gífurleg fjölgun erlendra félagsmanna í Verkalýðsfélagi Akraness

Samkvæmt félagaskrá Verkalýðsfélags Akraness hefur orðið gífurleg fjölgun á erlendum félagsmönnum á síðasta ári.  Í heildina eru 200 erlendir starfsmenn sem tilheyra félaginu eða sem nemur 9% af fullgildum félagsmönnum.  Reyndar telur formaður félagsins að mun fleiri erlendir starfsmenn séu að starfa á okkar félagssvæði en þeir séu einfaldlega ekki tilkynntir til Vinnumálastofnunar.  Félagið reynir að halda úti reglulegu eftirliti með þeim fyrirtækjum sem hafa erlenda starfsmenn í sinni þjónustu.  En eftir að takmörkunum á frjálsu flæði launafólks var aflétt 1. maí sl. hefur reynst afar erfitt að sinna þessu eftirliti.

Langflestir erlendu starfsmennirnir koma frá Póllandi eða 120 manns, 40 koma frá Litháen, 22 frá Portúgal og síðan dreifast 18 erlendir félagsmenn nokkuð jafn á önnur lönd.

Það er alveg ljóst að það er hart sótt að því markaðslaunakerfi sem hefur verið við lýði hér á landi á undanförnum árum og áratugum með þessu gífurlega flæði ódýrs vinnuafls frá Austur-Evrópu. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image