• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
07
Nov

Umræðan um frjálst flæði ber árangur !

Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra tilkynnti á Alþingi í dag að ríkisstjórnin hefði ákveðið að nýta sér undanþágur frá frjálsu flæði vinnuafls um næstu áramót þegar Rúmenía og Búlgaría ganga í Evrópusambandið.

Að öllu óbreyttum hefðu ríkisborgarar þessara landa átt að fá frjálsan aðgang að vinnumarkaði Íslands í gegnum EES en ríkisstjórnin nýtir sér undanþágu frá því sem er til tveggja ára og því verður frjálst flæði vinnuafls frá Búlgaríu og Rúmeníu ekki heimilað fyrr en í fyrsta lagi 1. janúar 2009.

 Ráðherra lét ummælin falla í utandagskrárumræðu um fjölgun útlendinga á Íslandi sem Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, hóf. Íslensk stjórnvöld nýttu sér sams konar undanþágu fyrir tveimur árum þegar tíu ný ríki gengu í Evrópusambandið en opnað var fyrir flæði vinnuafls frá þeim löndum þann 1. maí síðastliðinn.

Það er mat formanns félagsins að sú umræða sem nú er í gangi um málefni erlends vinnuafls er að skila árangri.  Það var mjög mikilvægt að íslensk stjórnvöld skyldu bera gæfu til þess að nýta þær heimildir sem takmarka frjálsa för launafólks frá Búlgaríu og Rúmeníu og það þvert á vilja Samtaka atvinnulífsins.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image