• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
16
Nov

Starfsmannaleigum hefur fjölgað um 10 frá 1. maí 2006

Samkvæmt upplýsingum sem Verkalýðsfélag Akraness hefur fengið frá Vinnumálastofnun þá hefur starfsmannaleigum fjölgað um 10 frá því að lögum um frjálst flæði launafólks frá ríkjum ESS var aflétt 1. maí sl. 

Fyrir 1. maí voru 21 starfsmannaleiga skráð, en í dag eru þær orðnar 31 sem er eins og áður sagði fjölgun um 10. 

Fyrir 1. maí voru 344 starfsmenn sem voru ráðnir til fyrirtækja í gegnum starfsmannaleigur.  Frá 1. janúar hafa 1068 starfsmenn komið hingað til starfa í gegnum starfsmannaleigur sem er fjölgun uppá 724 starfsmenn.  Vinnumálastofnun telur að milli 10 til 11% þeirra nýju erlendu starfsmanna sem hingað hafa komið til starfa séu í gegnum starfsmannaleigur.

Einnig kom fram hjá Vinnumálastofnun að um 100 nýir erlendir starfsmenn koma hingað til starfa í hverjum mánuði í gegnum starfsmannaleigu.  Það kom líka fram að um 20 starfsmenn séu afskráðir í hverjum mánuði sem geri að nettó fjölgun á starfsmönnum sem ráðnir eru í gegnum starfsmannaleigur eru í kringum 80 í hverjum mánuði.

Í Blaðinu í dag er viðtal við félagsmálaráðherra þar sem hann segir orðrétt: 

"Alþýðusamband Íslands eru heildarsamtök verkalýðsfélaganna.  Þegar ákvörðunin var tekin var haft samband við ASÍ og Samtök atvinnulífsins.  Bæði samtökin studdu ákvörðunina, einkum með það fyrir augum að draga úr starfsmannaleigum sem milliliði fyrir fólkið sem hingað kom"

Félagsmálaráðherra og forsvarsmenn ASÍ studdu ákvörðunina um frjálst flæði launafólks frá ríkjum ESS, einkum með það fyrir augum að draga úr starfsmannaleigum sem milliliði fyrir erlenda starfsmenn eins fram kom í viðtali við ráðherra í Blaðinu í dag. 

Það er alveg ljóst að sú von um að starfsmannaleigum mynda fækka í kjölfar á því að takmörkunum á frjálsri för launafólks frá ríkjum ESS hefur alls ekki gengið eftir eins og tölur frá Vinnumálastofnun sanna. 

Í lögum um starfsmannaleigur er ekki kveðið á um að starfsmannaleigur þurfi að skila inn ráðningarsamningum inn til Vinnumálastofnunar af þeim starfsmönnum sem koma hingað til starfa í gegnum starfsmannaleigur.   Hins vegar getur Vinnumálastofnun kallað eftir ráðningarsamningum ef svo ber undir.  

Atvinnurekandi sem ræður erlendan starfsmanna í beint ráðningarsamband frá ríkjum ESS þarf að skila inn til Vinnumálastofnunar ráðningarsamningi  þar sem sýnt er fram á að laun og önnur starfskjör séu tryggð samkvæmt íslenskum lögum og kjarasamningum.   Eins og áður sagði þarf ekki að skila inn ráðningarsamningi ef starfsmaður er ráðinn í gegnum starfsmannaleigu.  Með öðrum orðum þá er minna eftirlit með starfsmönnum sem koma í gegnum starfsmannaleigur heldur en þeirra sem ráðnir eru í beint ráðningarsamband.  Það er undarlegt að tilkynningaskylda starfsmannaleigna sé minni í ljósi þess að mönnum hefur verið tíðrætt um að fleiri brot  séu framin á launakjörum erlendra starfsmanna, sem koma í gegnum starfsmannaleigur. 

Hægt er að sjá skiptingu á þeim starfsmönnum sem starfa á vegum starfsmannaleigna eftir skráðum starfsheitum með því að smella á meira og einnig hvaða starfsmannaleigur eru skráðar hjá Vinnumálstofnun

Skráðar starfsmannaleigur

NafnLandTengiliðurSkráðir starfsmenn
2b ehf Ísland Eiður Eiríkur Baldvinsson 53
Alhjúkrun ehf Iceland Dagmar Jónsdóttir 34
Assista Iceland Iceland Birgit Raschhofer 6
Connway ltd., útibú á Íslandi United Kingdom Dennis Gilijamse 23
Epalmo Europa Lda Portugal Rui Vieira 142
Ethnic Care ApS Denmark Sigríður Þorsteinsdóttir 1
F.H Verk ehf Ísland Claudia Vennemann 51
Foral Scandic s.r.o Czech Republic Eyþór Jósepsson 25
GM Staffing ehf. Iceland Johnny Mortensen 2
Holtan Industrier AS Norway Gunnhildur Harpa Hauksdóttir 5
ID Geotermia, útibú á Íslandi Hungary Baldur Gylfason 5
Intjob (Framkvæmdaráð) Iceland Stefán Kjærnested 16
Jobzone Bygg & Anlegg AS Norway Eric Roggenkamp 6
Kleomis Lithuania Kleopas Minelga 27
Kraftafl ehf Iceland Georg Georgiou 7
Liðsinni ehf. Iceland María Bragadóttir 20
MCR Building Services Ltd Ireland Michael Coffey 24
NETT - Nova Emp. de Trabalho Temporário, Lda. Portugal Fernando Costa 150
RAIS Vinnumiðlun Iceland Hjálmar Kjartansson 25
Rimec Ltd Ireland Mark Lundgren 37
Select Serviços -I Portugal Fernando Jorge Costa Veran Sousa 115
UAB Marius ir partnerai Lithuania Vytautas Lipskas 15
Útrás ehf Iceland Sigurður G. Ringsted 17
Voot Import - Export ehf Iceland Óskar Þórðarson 65

Starfsmannaleigur sem hafa ekki enn skráð neina starfsmenn

NafnLandTengiliður
Ethnic Care Island ehf. Iceland Gunnar J. Magnússon
Foral Ísland ehf. Ísland Eyþór Ragnar Jósepsson
MG Contracts EHF Iceland Thomas James Mc Gowan
Oceanwide Haraship Danmark Denmark Grímur Agnarsson
People Select Aviation Limited Bretland Magnús Már Harðarson
Temporary Work Company Iceland Jón Ingi Jóhannesson
Transwork Polish manning office Poland Ingi Torfi Sigurðsson

 

Starfsheiti og aldur      
       
Starfsmannaleigur - skipting eftir skráðum starfsheitum
       
  Fjöldi hlutfall  
Verkamenn 369 35,2%  
Trésmiðir 201 19,2%  
Hjúkrunafræðingar 69 6,6%  
Vinnuvélastj. Vörubílstj. 68 6,5%  
Rafsuðumenn 48 4,6%  
Blikksmiðir 47 4,5%  
Pípulagningamenn 43 4,1%  
Sérh. Byggingaverkamenn 41 3,9%  
Kjötiðnaðarmenn 39 3,7%  
Rafvirkjar 36 3,4%  
Steypu- og járnamenn 24 2,3%  
Járnsmiðir 16 1,5%  
Kranastjórar 15 1,4%  
Málarar 10 1,0%  
Sjúkraliðar 6 0,6%  
Aðstoðarmenn rafvirkja 5 0,5%  
Birgðaverðir 4 0,4%  
Flokkstjórar 4 0,4%  
Múrarar 2 0,2%  
Gólflagningamenn 2 0,2%  
       
  1049    
       
       
Aldursskipting starfsmannaleiga    
       
  Fjöldi Hlutfall  
18-19 8 1%  
20-29 247 23%  
30-39 358 34%  
40-49 284 27%  
50-59 150 14%  
60-66 21 2%  
       
Samtals 1068  

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image