• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
21
Nov

Félagsmenn athugið! Desemberuppbót skal vera búið að greiða eigi síðar en 15. desember

Desemberuppbót - færð þú það sem þér ber?  Verkalýðsfélag Akraness hvetur sína félagsmenn til að fylgjast vel með hvort desemberuppbót sé rétt greidd.  Endilega hafið samband við skrifstofu félagsins og fáið upplýsingar séu þið ekki viss hver réttur ykkar er.   

Almenni markaðurinn: 40.700 Kr.
Samiðn: 40.700 Kr.
Ríkissamningurinn: 40.700 Kr.
Akraneskaupstaður: 59.729 Kr.
Norðurál: 99.605 Kr.
Íslenska járnblendið 99.605 Kr.
Klafi: 99.605 Kr.
Fang: 99.605 Kr.
Sementsverksmiðjan: 80.340 Kr.

Rétt er að vekja athygli á eftirfarandi:

Starfsfólk með skemmri starfstíma skal fá greitt hlutfallslega miðað við starfstíma sinn. Þá á starfsmaður sem lætur af starfi á árinu vegna aldurs eða eftir 12 vikna samfellt starf hjá sama vinnuveitanda á árinu rétt á að fá, við starfslok, greidda desemberuppbót miðað við starfstíma og starfshlutfall á árinu.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image