• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
27
Nov

Laun starfsmanna Norðuráls hækka um 3,65% um næstu áramót

Laun hjá Norðuráli munu hækka um 3,65% frá og með næstu áramótum.  Einnig mun koma 500 kr. auka hækkun ofaná launataxta hjá verkamönnum, nánar tiltekið hjá þeim sem taka laun eftir launaflokki 112 og 212.

Samkvæmt kjarasamningi Norðuráls áttu laun að hækka um 3% um næstu áramót.  Í kjarasamningi Norðuráls var hins vegar kveðið á um að ef aðilar vinnumarkaðarins myndu ná samkomulagi um breytingu á launaliðum kjarasamninga vegna endurskoðunar á kjarasamningum á árinu 2005 og 2006 þá skuli það einnig gilda fyrir kjarasamning Norðuráls.

Á árinu 2005 náðist samkomulag á milli ASÍ og SA sem fólst í því að félögum Alþýðusambandsins sem eiga aðild að kjarasamningum við SA hækka um 0,65% í janúar 2007 til viðbótar við þá hækkun sem kveður á um í einstökum samningum.

Almennt munu laun hækka um 2,9% um næstu áramót.  Þó má geta þess að laun starfsmanna sveitarfélaga hækka um 3% um næstu áramót.  Þessi umframhækkun hjá Norðuráli er liður í því að brúa það launabil sem er á milli Norðuráls og þeirra verksmiðja sem eru í sambærilegum iðnaði.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image