• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
06
Oct

Helstu niðurstöður úr launa- og kjarakönnun Starfsgreinasambands Íslands

Farið var yfir helstu niðurstöður úr 2000 manna úrtaki úr félagaskrám Eflingar, Hlífar og VSFK og 1500 manna úrtaki úr öðrum aðildarfélögum SGS á landsbyggðinni, á formannafundi aðildarfélaga SGS á Ísafirði nú í dag. Svarhlutfall var 50,4% 

Helstu niðurstöður eru birtar hér á eftir en skýrsla um könnunina  í heild sinni verður birt 20 október.:

Helstu niðurstöður:

  • Ríflega 60% telja að fjárhagsleg staða þeirra í dag sé heldur eða miklu betri en hún var fyrir þremur árum síðan
  • Yfir 80% hafa fundið mikið fyrir hækkandi verðbólgu og þá helst í hækkun á matvöruverði
  • 49% telja mjög eða frekar líklegt að þeir verði í sama starfi núna og eftir 3 ár, en þetta hlutfall er lægra heldur í viðhorfskönnun sem gerð var fyrir Flóabandalagið í mars 2005
  • Mun færri konur en karlar hafa óskað eftir launahækkun sl. 12 mánuði umfram samningsbundnar eða áður ákveðnar launahækkanir eða einungis 21% á móti 33% karla.  75% þeirra sem óskuðu eftir launahækkun, fengu hækkun í kjölfarið
  • Meðalvinnustundir voru tæplega 50 hjá þeim sem voru í fullu starfi og meðalyfirvinnustundir 12.  Austurland sker sig úr með fjölda yfirvinnustunda en þeir vinna að meðaltali tæplega 17 yfirvinnustundir á viku
  • Heildarlaun þeirra sem voru í fullu starfi voru tæp 244 þús að meðaltali. (Heildarlaun karla voru tæp 279 þús en kvenna 188 þús.).
  • Meðaldagvinnulaun karla í fullu starfi eru tæp 187þús. og hjá konum eru þau tæp 150þús.
  • Umönnunarhópurinn er ósáttastur með launin þar sem að 54,7% segjast vera frekar eða mjög ósátt með launin en í heildina var hlutfallið 32,1%.  Þá er þetta hlutfall einnig mjög breytilegt á milli kynja en 22,3% karla eru frekar eða mjög ósáttir og 51% kvenna

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image