• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
11
Oct

Stjórn og trúnaðarráð félagsins kom saman til fundar á mánudaginn

Stjórn og trúnaðarráð kom saman til fundar á mánudaginn var.  Á fundinum voru nokkur mál til umfjöllunar. T.d gerði formaður félagsins grein fyrir þeim málum sem rædd voru á formannafundi Starfsgreinasambandsins sem haldinn var á Ísafirði í síðustu viku.  Málefni erlends vinnuafls var einnig til umræðu á fundinum. 

Það kom skýrt fram hjá þeim sem eiga sæti í trúnaðarráði félagsins að þeir hafa verulegar áhyggur af þeirri gríðarlegu fjölgun sem hefur orðið hefur á erlendu vinnuafli á íslenskum vinnumarkaði á undanförnum mánuðum.  

Verkalýðsfélag Akraness hefur ítrekað bent á að félagsleg undirboð og svört atvinnustarfsemi hefur stóraukist eftir að takmörkunum á frjálsu flæði launafólks frá hinum nýju aðildarríkum EES var aflétt 1.maí sl.

Á fundinum voru einnig valdir þeir fulltrúar sem munu eiga sæti á ársfundi ASÍ sem haldinn verður 26. og 27. október nk.  Þeir aðilar sem sitja fyrir hönd Verkalýðsfélags Akraness eru:  Vilhjálmur Birgisson, Þórarinn Helgason, Björgólfur Einarsson og Tómas Rúnar Andrésson.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image