• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Störfum í fiskvinnslu hefur fækkað um 500 á milli ára Fiskvinnslufólk að störfum í Laugafiski
11
Oct

Störfum í fiskvinnslu hefur fækkað um 500 á milli ára

Formannafundur Starfsgreinasambands Íslands var haldinn á Ísafirði föstudaginn 6. september. Þar kom meðal annars fram að fiskvinnslufólki á Íslandi hefur fækkað um 500 á milli ára.

Helsta skýringin á þessari fækkun er væntanlega lokun loðnuverksmiðja og einnig rækjuverksmiðja víða um land á síðustu misserum.  Félagsmönnum innan Verkalýðsfélags Akraness sem starfa í fiskvinnslu hefur verið að fækka töluvert á liðnum misserum.  Nægir þar að nefna að einungis einn starfsmaður er eftir í Síldar- og fiskimjölsverksmiðju HB-Granda, en þar störfuðu 25 manns þegar mest var. 

 Það er alveg óhætt að segja að formanni félagsins hafi verið verulega brugðið þegar hann heyrði þessar tölur en þess má geta að fiskvinnslufólk á Íslandi er á bilinu 5-6 þúsund.

Haldi þessi þróun áfram eru ekki mörg ár í það að fiskvinnsla leggist af á Íslandi.  Formaður Verkalýðsfélags Akraness telur þetta mikið áhyggjuefni og vonast til þess að menn efli fiskvinnsluna í landinu til að sporna við þessari þróun.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image