• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
26
Oct

Ársfundur ASÍ hófst í morgun

Ársfundur Alþýðusambands Íslands hófst í morgun með ávarpi frá forseta ASÍ, Grétari Þorsteinssyni.  Einnig flutti Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra ávarp.  Verkalýðsfélag Akraness hefur rétt á fjórum fulltrúum á ársfundinn og eru þeir Vilhjálmur Birgisson, Þórarinn Helgason, Tómas Rúnar Andrésson og Björgólfur Einarsson.

Megin þema þessa ársfundar er Ísland og hnattvæðingin.  Á fundinum verður farið yfir þau áhrif sem hnattvæðingin hefur haft á íslenskt samfélag.  Það er alveg ljóst að hnattvæðingin hefur bæði kosti og galla hér á landi.  

Íslenskir launþegar hafa svo sannarlega orðið varir við áhrif hnattvæðingarinnar hér á landi, en hún birtist okkur í stórauknu flæði erlends verkafólks frá hinum ýmsu ríkum.

Hnattvæðingin hefur gert það að verkum að aðgengi atvinnurekanda að ódýru erlendu vinnuafli hefur stóraukist.  Því miður hafa sumir atvinnurekendur og reyndar alltof margir nýtt sér bága stöðu þessa fólks.  Sagan sýnir okkur að það er verið að brjóta á erlendu verkfólki út um allt land, bæði hvað varðar laun sem og önnur starfkjör.  

Verkalýðshreyfingin verður í heild sinni að skera upp herör gegn þeim atvinnurekendum sem vísvitandi brjóta á réttindum erlends vinnuafls sem hingað kemur til starfa.  Verkalýðshreyfingin getur ekki horft uppá það að áratuga löng barátta fyrir bættum réttindum og kjörum íslenskra verkamanna, verði gjaldfelld með auknu aðgengi að ódýru erlendu vinnuafli.    

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image