• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
28
Oct

Ársfundi ASÍ lauk í gær

Ársfundi ASÍ lauk í gær.  Eins fram hefur komið hér á heimasíðunni þá var megin þema þessa fundar hnattvæðingin og íslenskur vinnumarkaður. 

Einnig voru fleiri mál til umræðu eins og t.d breytingar á skipulagi hjá Alþýðusambandi Íslands.  Tillagan gekk út það að  fjölgað yrði úr 15 manna miðstjórn í 31, reiknað var með að miðstjórn kæmi saman fjórum sinnum á ári.  Einnig var í tillögunum gert ráð fyrir að stofnuð yrði 11 manna framkvæmdastjórn sem yrði skipuð forseta, varaforseta, formönnum landssambanda og þriggja stærstu aðildarfélaga.

Ef þessi tillaga hefði verið samþykkt þá hefði einungis einn landsbyggðar fulltrúi átt sæti í framkvæmdastjórn ASÍ og aðeins ein kona.  Það var að mati fulltrúa þeirra félaga sem komu af landsbyggðinni algerlega óásættanlegt.  

Einnig var í tillögunni búið að eyrnamerkja þá aðila sem áttu að eiga sæti í framkvæmdastjórn Alþýðusambandsins.  Fannst mörgum það ekki beint lýðræðislegt að í lögum ASÍ væri nánast búið að ákveða hverjir eigi sæti í framkvæmdastjórn sambandsins.  

Það kom því fulltrúum Verkalýðsfélags Akraness ekki mikið á óvart að áðurnefndar lagabreytingar skyldu hafa verið felldar.

Það þýðir samt sem áður ekki svo að menn sé á eitt sáttir með það skipulag sem nú er við lýði hjá ASÍ, þó svo að þessar skipulagsbreytingar hafi verið felldar.   

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image