• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
01
Sep

Vel heppnuð ferð eldri félagsmanna farin í gær

Í gær fóru um 100 eldri félagsmenn Verkalýðsfélags Akraness í dagsferð í boði félagsins. Í þetta sinn var farið um Reykjanesið og heppnaðist ferðin afskaplega vel. Veðrið lék við ferðalangana sem í fylgd Jóhönnu Þórarinsdóttur leiðsögumanns skoðuðu sig um á svæðinu.

 

Steinunn Kolbeinsdóttir við myndina

Þegar leiðsögumaðurinn var komin upp í rútuna í Keflavík var ekið sem leið lá yfir Miðnesheiði. Fyrsti áfangastaður var Hvalsneskirkja þar sem fróðleikur var fenginn um kirkjuna sjálfa og Hallgrím Pétursson sem var prestur þar um tíma. Síðan var ekið um Romshvalanes í gegnum Sandgerði út í Garð þar sem Byggðasafnið á Garðsskaga var skoðað. Þar er einnig mikið vélasafn sem vakti athygli margra. Sérstaklega er skemmtilegt að minnast þess að á byggðasafninu rákust ferðalangarnir óvænt á málverk af Steinunni Kolbeinsdóttur sem einmitt var með í för. Málverkið var gert árið 1940 eftir ljósmynd af Steinunni þar sem hún situr við rokkinn sinn.

Eftir áhugavert stopp á Garðsskaga var ekið til Keflavíkur þar sem boðið var upp á hádegisverð á veitingastaðnum Ránni. Að hádegisverði loknum var farið Reykjaneshringinn, ekið um Hafnir, Álfubrúin, Reykjanesviti og Valahnúkur skoðaður og stoppað við Gunnuhver. Þaðan var ekið framhjá Grindavík og í Bláa Lónið þar sem boðið var upp á kaffi og meðlæti áður en lagt var af stað upp á Skaga.

Myndir frá ferðinni verða settar inn á síðuna von bráðar.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image