• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
22
Sep

Verkalýðsfélag Akraness þarf ekki að stefna fiskvinnslufyrirtæki fyrir félagsdóm!

Eins og fram kom hér á heimasíðunni fyrir skemmstu þá var Verkalýðsfélag Akraness búið að ákveða að stefna fiskvinnslufyrirtæki hér í bæ fyrir félagsdóm.  Verkalýðsfélag Akraness taldi fyrirtækið hafa ekki staðið við það samkomulag sem lítur að taxtaviðaukanum sem verkalýðshreyfingin gerði við Samtök atvinnulífsins og tók gildi 1. júlí sl. 

Formaður félagsins reyndi að leysa málið með forsvarsmönnum fyrirtækisins en það tókst ekki.  Í ágúst tilkynnt formaður félagsins forsvarsmönnum fyrirtækisins að VLFA myndi stefna fyrirtækinu fyrir félagsdóm þar sem málið yrði tekið til úrskurðar.  Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa hins vegar tilkynnt það núna að þeir hyggist greiða starfsmönnum eftir umræddum taxtaviðauka með sama hætti og Verkalýðsfélag Akraness lagði til við fyrirtækið í byrjun.  Stjórn Verkalýðsfélags Akraness fagnar þessari ákvörðun forsvarsmanna fyrirtækisins því hér voru umtalsverðir hagsmunir í húfi fyrir starfsmenn. 

Þetta sýnir svo ekki verður um villst hversu mikilvægt það er að vera félagsmaður í öflugu stéttarfélagi.   Það er einu sinni þannig að stjórn Verkalýðsfélags Akraness vílar ekki fyrir sér að fara með mál fyrir félagsdóm ef ekki næst samkomulag við atvinnurekendur og einnig ef grunur leikur á að  brotið sé á okkar félagsmönnum.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image