• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
08
Aug

Einar Oddur Kristjánsson telur stofnanasamninga og launasamninga ríkisins rót þess vanda að fjórðungur fjárlagaliða fór fram úr heimildum

Í Fréttablaðinu á laugardaginn birtist frétt þar sem farið var yfir þá staðreynd að fjórðungur fjárlagaliða hafi farið fram úr heimildum á síðasta ári.  Í þessari sömu frétt var viðtal við Einar Odd Kristjánsson og kom fram hjá honum að rót vandans liggi í þeim launasamningum sem ríkisvaldið hefur gert að undanförnu. Orðrétt sagði Einar Oddur: 

"Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir rót vandans felast í launasamningum sem séu til þess fallnir að skapa rekstrarvanda sem sé ill leysanlegur. „Það verður að horfast í augu við það, að rekstrarvandi ríkisvaldsins er raunverulegur. Að mínu mati er rót vandans að finna í því hvernig ríki og sveitarfélög hafa staðið að launasamningum.

Ég varaði við því, þegar stofnanasamningarnir voru teknir til notkunar, að þeir gætu valdið vandræðum sem á endanum bitnuðu á almenningi. Ég hef þá skoðun að það verði að ganga frá öllum lausum endum samninga, áður en farið er að ræða um launalið samninganna. Frá 1997 hefur ríkið farið þá leið að nota stofnanasamninga, sem ekki hafa reynst vel. Ríki og sveitarfélög verða að standa saman að gerð kjarasamninga, og aðeins þannig er hægt að ná tökum á rekstrinum"

 

Ekki veit formaður Verkalýðsfélags Akraness hvað Einar Oddur Kristjánsson þingmaður sjálfsstæðisflokksins á nákvæmlega við þegar hann talar um að rót þess vanda að fjárlög ríkisins fari langt fram úr áætlun liggi fyrst og fremst  í þeim launasamningum og stofnanasamningum sem ríkisvaldið hefur gert.

Vissulega hafa launakjör ófaglærðs fólks hjá hinu opinbera verið lagfærð á síðasta ári, en betur má ef duga skal í þeim efnum.  Einar Oddur talar um að hann hafi varað við því að stofnanasamningar yrðu teknir til notkunar og þeir myndu ekki gera neitt annað en að skapa vandræði sem bitnuðu á almenningi.  Þetta eru afar forvitnileg ummæli hjá þingmanninum í ljósi þess að stofnanasamningar hafa gert það að verkum að laun ófaglærðra hafa fyrir vikið hækkað örlítið og greinilegt að þær hækkanir hafa farið fyrir brjóstið á þingmanninum. 

 Verkalýðsfélag Akraness gerði stofnanasamning við Sjúkrahús Akraness á árinu 2005.  Rétt er að upplýsa þingmanninn um að ófaglærðir starfsmenn á SHA sem starfa við ræstingar, mötuneyti og í þvottahúsi hafa í grunnlaun á 1. þrepi 117.623 kr. á mánuði.  Þeir geta hins vegar náð rúmum 156 þúsundum í launum fyrir fulla vinnu að teknu tilliti til alls þess sem stofnanasamningur getur gefið.  Það virðist fara ferlega fyrir brjóstið á þingmanninum þegar ófaglærðir fá örlitla lagfæringu á launakjörum sínum og telur jafnframt að þær lagfæringar séu rót þess vanda að fjárlagaliðir standast engan veginn.   Einar Oddur minnist ekki á að þingfarakaup hefur hækkað frá árinu 1998 um 114% eða úr 220.168 kr. í 471.427 kr.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image